Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var hetjan í grannaslagnum um Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.
Arnór, sem er fæddur árið 1999, skoraði bæði mörk CSKA Moskvu gegn Spartak Moskvu. Leikurinn var á heimavelli Spartak.
Arnór hafði fyrir leikinn í dag skorað fleiri mörk í Meistaradeild Evrópu en í rússnesku úrvalsdeildinni.
Alls hefur Arnór nú skorað þrjú mörk í rússnesku deildinni en hann hefur skorað tvö mörk í Meistaradeild Evrópu,.
CSKA er í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig, fjórum stigum minna en topplið Zenit.
Auglýsing
Auglýsing