ÍA fékk veglegan styrk frá Hvalfjarðarsveit – iðkendum fjölgar um 20%

Íþróttabandalag Akraness fékk nýverið styrk frá Hvalfjarðarsveit vegna íþróttastarfs barna- og ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Styrkurinn sem greiddur var út í ár nam samtals kr. 5.678.413,- en framlag Hvalfjarðarsveitar er kr. 46.365,- fyrir hvern iðkanda og skiptist það fjármagn á milli tíu aðildafélaga ÍA.

Alls voru 121 iðkendur með skráð lögheimili í Hvalfjarðarsveit sem stunduðu íþróttir hjá tíu aðildafélögum ÍA árið 2023 og skiptist fjármagnið á milli þeirra m.v. iðkendatölu.

Iðkendum ÍA með lögheimli í Hvalfjarðarsveit fjölgaði um 20% milli ára.