Afþakkar afmæliskossa – en hvetur Skagamenn til að taka Daða-dansinn


Önnu Þóru Þorgilsdóttur þarf vart að kynna en hana þekkja flestir, ef ekki allir, bæjarbúar vel. Hún hefur leikið á þverflautu frá barnsaldri og víða komið fram við ýmis tilefni með flautuna á lofti.

Anna er bráðahjúkrunarfræðingur að mennt og auk þess sérleg áhugamanneskja um sýkingavarnir. Og hún er með skilaboð til bæjarbúa: Enga kossa takk! 

Í ljósi nýrra tilslakanna í sóttvörnum sér Anna tilefni til að afþakka afmæliskossa en hún fagnar einmitt fertugsafmæli í dag, 27. maí. Hún hvetur fólk til að senda sér heldur fingurkossa, flauta afmælissönginn eða taka Daða-dansinn henni til heiðurs í dag. 

Framundan hjá Önnu eru linnulausar sýkingavarnir alla daga sem endra nær, ýmis gigg á þverflautunni, hvolpaþjálfun og undirbúningur Evróvísjón 2022 en það hefur lengi verið draumur hennar að fá að taka þátt. 

„Jú það passar,“ svarar Anna þegar hún er spurð að því hvort hún sé helsti aðdáandi keppninnar á Íslandi. „Og ég hef reyndar lengi átt mér þann draum að fá að keppa fyrir hönd Íslands. Ætli maður kasti þessu ekki bara út í kosmósið hér og nú? Ef einhvern þarna úti vantar flautuleikara, söngkonu, gítarleikara eða almenna gleðisprengju í sitt atriði í keppnina að ári – þá er ég til!

Um leið og Skagafréttir, bæjarbúar og þjóðin öll sendir 40 fingurkossa áleiðis til Önnu Þóru og óskar henni til hamingju með fertugsafmælið í dag minnum við einnig á að maður velur sér yfirleitt sjálfur vini. 

Til hamingju Anna Þóra með stórafmælið í dag! Megir þú lengi lifa! Húrra! Húrra! Húrra!


A picture containing smiling, posingDescription automatically generated

A person playing a violinDescription automatically generated with low confidence

A person with the hand on the faceDescription automatically generated with medium confidence

A person in a costume holding a guitar in the snowDescription automatically generated with medium confidence

A person wearing a blue dressDescription automatically generated with low confidence