Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson var í gær valinn í piltalandslið Íslands í golfi. Liðið keppir á Estonian G&CC í Eistlandi dagana 6.-10. júlí en um er að ræða keppni í næst efstu deild.
Þetta er í fyrsta sinn sem Björn Viktor fær tækifæri að leika með landsliði Íslands í golfi. Hann er fæddur árið 2003 og er í fremstu röð á landsvísu í sínum aldursflokki í golfíþróttinni.
Það er töluvert langt síðan að Golfklúbburinn Leynir hefur átt kylfing í landsliði Íslands.
Piltalandslið Íslands:
Piltalandslið Íslands keppir á Estonian G&CC í Eistlandi dagana 6.-10. júlí en um er að ræða keppni í næst efstu deild. Brynjar Eldon Geirsson er þjálfari liðsins í þessari ferð og mun sjúkraþjálfari fara með liðinu eins og hjá öðrum landsliðum Íslands. Keppnin í Eistlandi hefst 7. júlí og lokadagurinn er 10. júlí.
Eftirtaldir leikmenn skipa piltalandslið Íslands:
- Aron Ingi Hákonarson, GM
- Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
- Björn Viktor Viktorsson, GL
- Böðvar Bragi Pálsson, GR
- Dagur Fannar Ólafsson, GKG
- Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:
Alls eru 10 þjóðir sem taka þátt á EM piltalandsliða í 2. deild: Belgía, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Slóvakía og Slóvenína.