Skipulags -og umhverfisráð Akraness styður hugmyndir um að gamla Þjóðveginum verði lokað tímabundið á tímabilinu október – mars.
Erindi þess efnis var til umfjöllunar á fundi ráðsins sem fram fór í dag.
Hestamenn telja að öryggi þeirra sé ábótavant miðað við óbreytt ástand og hafa þeir óskað eftir aðgerðum til að hefta för ökutækja,
Skipulags – og umhverfisráð tekur undir eftirfarandi aðgerðir:
- Þrengja veg með steinum til að hindra umferð stærri bíla.
- Setja keðju milli steina á tímabilinu október til og með mars.
- Fjárbændur á svæðinu hafi lykla til að opna keðju þ.a. þeir geti athafnað sig á svæðinu.
- Sett verði botnlangaskilti við Hausthústorg og hestahverfið í Æðarodda meðan lokun er í gangi.
Með þessum aðgerðum verði tryggt frekara öryggi hestamanna og annarra vegfaranda á svæðinu.