Fimleikahúsið við Vesturgötu vígt með formlegum hætti



Fimleikahúsið við Vesturgötu var vígt með formlegum hætti s.l. föstudag.

Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar.

Húsið hefur gjörbreytt allri aðstöðu hjá Fimleikafélagi ÍA sem er í dag fjölmennasta félagið innan raða ÍA.

Húsið var lengi á umræðu – og hugmyndastigi eða allt frá árinu 2010. Bæjarstjórn tók þá ákvörðun að reisa húsið við Vesturgötu en einnig voru uppi hugmyndir að reisa húsið við Jaðarsbakka. Hönnunarferlinu lauk árið 2018, framkvæmdir hófust í lok ágúst árið 2018 og húsið var tekið í notkun tveimur árum síðar eða haustið 2020.

Vegna heimsfaraldurs var ekki hægt að halda formlega vígsluathöfn fyrr.

Nánar á vef Akraneskaupstaðar.