Lilja Björk stimplaði sig inn með glæsilegu marki í sínum fyrsta landsleik



Lilja Björk Unnarsdóttir skoraði glæsilegt mark í dag fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri.

Lilja Björk, sem er fædd árið 2006, þrumaði boltanum í markið af löngu færi í sínum fyrsta landsleik fyrir Ísland þar sem að liðið mætir Portúgal.

Leikurinn er hluti af UEFA Development Tournament mótinu sem fram fer dagana 11.-18. maí í Portúgal. Ísland er þar í riðli með Portúgal, Spáni og Austurríki.

Magnús Örn Helgason er landsiðsþjálfari U16 kvenna og leikir Íslands eru eftirfarandi:

Portúgal 12. maí.
Spánn 14. maí.
Austurríki 17. maí.

Hópurinn er þannig skipaður:

Harpa Helgadóttir – Augnablik

Herdís Halla Guðbjartsdótttir – Augnablik

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir – Augnablik

Hrefna Jónsdóttir – Álftanes

Margrét Brynja Kristinsdóttir – Breiðablik

Berglind Freyja Hlynsdóttir – FH

Bryndís Halla Gunnarsdóttir – FH

Lilja Björk Unnarsdóttir – ÍA

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir – Haukar

Sóley María Davíðsdóttir – HK

Björg Gunnlaugsdóttir – Höttur

Glódís María Gunnarsdóttir – KH

Kolbrá Una Kristinsdóttir – KH

Ísabella Sara Tryggvadóttir – KR

Bergdís Sveinsdóttir – Víkingur R.

Sigdís Eva Bárðardóttir – Víkingur R.

Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir – Víkingur R.

Sonja Björg Sigurðardóttir – Völsungur

Angela Mary Helgadóttir – Þór/KA

Krista Dís Kristinsdóttir – Þór/KA