Kosningar 2022: Meirihlutinn heldur velli ef marka má fyrstu tölur á Akranesi



Framsóknarflokkurinn og frjálsir bætir við sig einum bæjarfulltrúa ef marka má fyrstu tölur í bæjarstjórnarkosningunum 2022 á Akranesi.

Framboðin þrjú sem buðu fram fá öll þrjá fulltrúa ef marka má fyrstu tölurnar.

Framsókn er með 35,7% atkvæða og 3 bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn er með 35,4 % og Samfylkingin er með 28,9% Alls hafa 2670 atkvæði verið talin en um 5.700 eru á kjörskrá.

Framsóknarflokkurinn og frjálsir hefur myndað meirihluta með Samfylkingunni undanfarin fjögur ár.

Í viðtali á RÚV í kvöld við oddvita flokkanna þriggja kom fram að áhugi væri fyrir því að halda áfram samstarfi Framsóknarflokksins og frjálsra með Samfylkingunni.

Í kosningunum 2018 eða fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 41,4% atkvæða eða 1.429 atkvæði.
Samfylkingin fékk 1.077 atkvæði og 31,2% atkvæða. Framsókn og frjálsir fengu 21,8% eða 753 atkvæði. Miðflokkurinn bauð fram fyrir fjórum árum og fékk flokkurinn 5,7% eða 197 atkvæði.