Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihluta samstarf í bæjarstjórn Akraness. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Viðræður hefjast á morgun, laugardaginn 21. maí, og er áætlað að þeim ljúki um miðja næstu viku.
Fulltrúar Framsóknar og frjálsir og Samfylkingar höfðu á undanförnum dögum verið í viðræðum um að halda áfram meirihlutasamstarfi flokkanna í bæjarstjórn Akraness.
Framboðin þrjú sem buðu fram í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi fengu öll þrjá bæjarfulltrúa, þar sem að Framsókn og frjálsir bættu við sig einum bæjarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum.
Ragnar Baldvin Sæmundsson oddviti Framsóknar og frjálsra sagði í viðtal við mbl.is að Samfylkingin hafi vanvirt heiðursmannasamkomulag með því að hefja strax viðræður við Sjálfstæðisflokkinn.