Þungarokkið mun taka völdin í gamla Landsbankahúsinu um næstu helgi þar sem að Ægisbraut Records blæs til harðkjarna þungarokkshátíðar – sem fengið hefur nafnið „Lilló Hardcorefest.“
Á hátíðinni verða alls 17 hljómsveitir sem koma fram, þar af eru 5 þeirra frá Akranesi.
Þessi hátíð hefur verið árviss viðburður – og er fyrir alla aldurshópa, það er frítt inn og allir velkomnir.
Nánar á fésbókarsíðunni „Lilló Hardcorefest“.
Hér fyrir neðan er upptaka úr útvarpsþætti á X-inu þar sem að Ómar Úlfur ræddi við forsprakka hátíðarinnar.