Sigurganga Kára í Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu heldur áfram og er liðið komið í 32-liða úrslit keppninnar.
Kári sigraði lið Árborgar í gær í 2. umferð. Lokatölur 3-1 en leikurinn fór fram á Selfossi. Kári lagði Létti 5-0 í 1. umferð keppninnar.
Borgnesingurinn Hilmar Elís Hilmarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu og kom Kára yfir. Sigurjón Logi Bergþórsson bætti við öðru marki fyrir Kára á 19. mínútu.
Hilmar Elís var aftur á ferðinni þegar hann skoraði sitt annað mark og þriðja mark Kára á 40. mínútu.
Staðan í hálfleik var því 3-0 og þannig stóðu leikar allt þar til á lokamínútu leiksins þegar heimamenn skoruðu sitt eina mark í leiknum – lokastaða 3-1.