Ný stefna í sorpmálum er í vinnsluferli hjá Akraneskaupstað og Gámu.
Á fundi skipulags – og umhverfisnefndar þann 30. október var kynnt minnisblað um fyrirkomulag Gámu vegna nýrrar stefnu í sorpmálum: „Greitt þegar hent er“.
Í fundargerð ráðsins kemur fram að breytingin feli í sér að klippikort sem íbúar á Akranesi þekkja vel verði lögð niður. Þess í stað verði allir rukkaðir fyrir losun úrgangsefna í Gámu, annaðhvort á grundvelli rúmmáls eða þyngdar.
Ráðið leggur til að útbúinn verði bæklingur sem sendur verði inn á öll heimili á Akranesi þar sem tunnusamsetning verður útskýrð ásamt því hvernig íbúar geti snúið sér í breytingum vegna þessa. Stefnt er að því að bæklingur um sorphirðu á Akranesi verði kominn inn á öll heimili á Akranesi fyrir árslok.