Öllum starfsmönnum Skútunnar sem N1 á og rekur var sagt upp störfum fyrir nokkrum dögum og munu uppsagnir taka gildi frá næstu áramótum.
Þetta kemur fram í fésbókarfærslu sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, skrifaði í morgun.
„Mér telst til að á þriðja tug starfsmanna séu undir í þeirri uppsögn,“ segir Vilhjálmur.
Á næstu misserum mun N1 (Festi hf) færa starfsemi sína á Akranesi að Hausthúsatorgi – en fyrirtækið er með eldsneytis – og veitingasölu í Skútunni við Þjóðbraut – og dekkjaþjónustu við Dalbraut.
Framkvæmdir við þjónustusvæði N1 við Elínarveg hafa enn ekki hafist en gatnagerð er byrjuð á svæðinu.
Sjá nánar í þessum fréttum:
Þjóðvegurinn færður til norðurs við nýja þjónustumiðstöð N1
Framtíðarsvæði N1 verður norðan við Akranesveg