Eignir þrotabús Skagans 3X verða bútaðar niður og seldar

Sögu Skagans 3X á Akranesi virðist vera lokið en tilraunir til þess að selja eigur þess í heilu lagi gengu ekki eftir. RÚV greinir frá. 

Tilraunir til að selja eigur Skagans 3X í heilu lagi hafa ekki gengið eftir og stefnt er að því að selja fyrirtækið í bútum. Sögu fyrirtækisins virðist því vera lokið á Akranesi.

Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri Skagans 3X á Akranesi segir í viðtali við RÚV að tilraunir til þess að selja fyrirtækið í heilu lagi hafi ekki gengið upp þar sem ekki náðust samningar við eigendur fasteigna sem fyrirtækið er í. 

Nú verði farið í það að selja fyrirtækið í bútum.

Um 130 manns misstu vinnuna hjá fyrirtækinu í byrjun júlí á þessu ári þegar óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Skaginn 3X. Fyrirtækið framleiddi hátæknilausnir í matvælaiðnaði – og þá sérstaklega í vinnslu á uppsjávarafurðum. 

Fjárfestar sýndu því áhuga að kaupa þrotabúið í heilu lagi og hefja starfssemi að nýju – en ekkert verður af þeim áformum

Helgi segir að nú taki við að selja eignir þrotabúsins og engar líkur eru á því að fyrirtækið verði reist að nýju í heilu lagi.