K.F.U.M og K. minnir íbúa á Akranesi á verkefnið „Jól í skókassa“ 

 

Á undanförnum tveimur áratugum hefur K.F.U.M – K á Íslandi staðið á bak við verkefnið „Jól í skókassa“. 

Allt frá upphafi hafa gjafirnar verið sendar til Úkraínu, nánar tiltekið til barna sem búa við mikla fátækt, barna á munaðarleysingaheimilum og barna sem eru að glíma við veikindi á sjúkrastofnunum. 

Íslendingar hafa tekið vel undir þetta verkefni og hefur gjöfunum fjölgað frá ári til árs – og eitt árið fóru tæplega 6.000 pakkar frá Íslandi til Úkraínu.  

Á Akranesi verður tekið við skókössum í Vinaminni á tímabilinu 28. október – 1.nóvember – og verður opið frá 10 -15. 

Á óskalistanum í pakkann eru m.a. sokkar, vettlingar, húfur, treflar, nærföt, peysur, bolir, tannbursti og tannkrem. – svo eitthvað sé nefnt. 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um hvað má fara í skókassann. 

Í gegnum tíðina hafa fjölskyldur, saumaklúbbar, skólar, og fjölmargir hópar tekið sig saman og safnað í skókassa í þetta verkefni. 

Hægt er að nota notaða skókassa eða kaupa kassa í Axelsbúð, Merkigerði 2, Akranesi. Á þeim kössum er falleg mynd Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og upplýsingar um Ísland. 

Eins og áður segir verður tekið á móti skókössum í Vinaminni 28. okt – 1. nóv frá 10.00 -15.00. 

Nánari upplýsingar má finna hér eða hafa samband við Axel í Axelsbúð í S : 896-1979 eða Írenu Rut í S : 868-1383.