Golfklúbburinn Leynir óskaði í lok apríl á þessu ári eftir samningi við Akraneskaupstað um landsvæði til stækkunar á Garðavelli á Akranesi úr 18 holum í 27 holur.
Nánar er fjallað um þá umsókn hér:
Skipulags- og umhverfisráð Akraness tók erindið fyrir nýverið. Þar kemur fram að ráðið taki jákvætt í frekari þróun golfsvæðisins.
Í fundargerð ráðsins kemur fram að skynsamlegast sé að skoða breytingar golfvallarins samhliða skipulagsvinnu Akrakotslands. Stefnt er að því að sú vinna hefjist á komandi ári. Að þessu gefnu telur ráðið að undirritun viljayfirlýsingar um stækkun golfvallar sé ekki tímabær að svo stöddu.