Góð nýting á tómstundaframlagi Akraneskaupstaðar

Tómstundaframlag fyrir árið 2025 verður hækkað um 3,5% á árinu 2025. Um er að ræða niðurgreiðslu og er markmiðið að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.

Á árinu 2025 verður tómstundaframlagið kr. 38.761 fyrir eitt barn, kr. 43.606 fyrir hvert barn þar sem tvö börn eru skráð með sama lögheimili og kr. 49.258 fyrir hvert barn þar sem þrjú eða fleiri börn eru skráð með sama lögheimili.

Meðaltals nýtingarhlutfall tómstundaframlags á Akranesi fyrir árið 2024 var 77%.

Aðeins 30% af þeim sem eru 18 ára á Akranesi nýttu sér tómstundaframlagið á árinu 2024.

Skóla – og frístundaráð Akraness leggur til að 18 ára ungmennum standi til boða árskort í þrek- og sund í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar þeim að kostnaðarlausu.

Aðrar breytingar sem kynntar hafa verið eru að tómstundaframlagið gildi fyrir 5-17 ára börn (áður 6-18 ára). 5 ára börn fái hálfan styrk en 6-17 ára fullan styrk. Skráðir 5 ára iðkendur hjá ÍA eru 93, eða um 80% 5 ára barna á Akranesi.

Áfram tekur styrkupphæð mið af fjölda barna á heimili.