Arnar ráðinn sem þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu

Skagamaðurinn Arnar Bergmann Gunnlaugsson var í kvöld ráðinn sem þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. 

Arn­ar, sem er 51 árs, hefur náð frábærum árangri með lið Víkings úr Reykjavík undanfarin ár – en hann hóf þjálfaraferilinn í meistaraflokki hjá uppeldisfélaginu ÍA. 

Arnar er þriðji Skagamaðurinn sem fær það hlutverk að þjálfa A-landslið karla í knattspyrnu. 

Ríkharður Jónsson var fyrsti Skagamaðurinn sem tók þetta verkefni af sér árið 1962 og hann tók á ný við liðinu sem þjálfari á árunum 1969-1971.

Guðjón Þórðarson tók við A-landsliði karla árið 1997 og gegndi hann því starfi til ársins 1999.

Framund­an hjá karla­landsliðinu eru tveir um­spils­leik­ir gegn Kó­sovó um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar og fara þeir fram í mars.

Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins frá upphafi eru: 

  • Frederick Steele og Murdo McDougall (1946)
  • Roland Bergström (1947)
  • Joe Devene (1948)
  • Fritz Buchloh (1949)
  • Óli B Jónsson (1951)
  • Franz Köhler (1953)
  • Karl Guðmundsson (1954–1956)
  • Alexander Wier (1957)
  • Óli B Jónsson (1958)
  • Karl Guðmundsson (1959)
  • Óli B Jónasson (1960)
  • Karl Guðmundsson (1961)
  • Ríkharður Jónsson (1962)
  • Karl Guðmundsson (1963–1966)
  • Reynir Karlsson (1967)
  • Walter Pfeiffer (1968)
  • Ríkharður Jónsson (1969–1971)
  • Duncan McDowell (1972)
  • Eggert Jóhannesson (1972)
  • Henning Enoksen (1973)
  • Tony Knapp (1974–1977)
  • Jurí Ilitchev (1978–1979)
  • Guðni Kjartansson (1980–1981)
  • Jóhannes Atlason (1982–1983)
  • Tony Knapp (1984–1985)
  • Siegfried Held (1986–1989)
  • Guðni Kjartansson (1989)
  • Bo Johansson (1990–1991)
  • Ásgeir Elíasson (1991–1995)
  • Logi Ólafsson (1996–1997)
  • Guðjón Þórðarson (1997–1999)
  • Atli Eðvaldsson (2000–2003)
  • Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson (2003–2005)
  • Eyjólfur Sverrisson (2006–2007)
  • Ólafur Jóhannesson (2007-2011)
  • Lars Lagerbäck (2011–2013)
  • Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson (2013–2016)
  • Heimir Hallgrímsson (2016-2018)
  • Erik Hamrén (2018-2020)
  • Arnar Þór Viðarsson (2020-2023)
  • Åge Hareide (2023-2024)
  • Arnar Gunnlaugsson (2025 -)