Guðjón Ívar Gränz varð á dögunum Íslandsmeistari í málaraiðn.
Guðjón Ívar er fyrrum nemandi í Grundaskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hann lærði málarfagið hjá föður sínum Carli Jóhanni Gränz og er Guðjón Ívar 5. kynslóðin í fjölskyldunni sem lærir fagið.

„Við erum gríðarlega stoltir og ánægðir með drenginn og óskum honum innilega til hamingju með titilinn,“ segir í tilkynningu frá Málningarvinnu Carls
Málningarvinna Carls er fjölskyldufyrirtæki með feðgunum Carli Berg og Carli Jóhanni Gränz.
Fyrirtækið er byggt á gömlum grunni en bæði afi og langafi Carls Jóhanns voru málarameistarar. Og Guðjón Ívar, sonur Carls Jóhanns, vinnur í dag hjá fyrirtækinu.