Karlalið ÍA byrjaði Íslandsmótið í knattspyrnu 2025 með góðum 1-0 sigri á útivelli gegn Fram í gær.
Leikurinn fór fram á gervigrasvelli Framliðsins í Úlfarsárdal við fínar aðstæður.

Rúnar Már Sigurjónsson, sem er fyrirliði ÍA á þessu tímabili, skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu.
Markið má sjá hér fyrir neðan á vef visir.is
Næsti leikur ÍA er á útivelli mánudaginn 14. apríl þegar liðið mætir Stjörnunni í Garðabæ kl. 19:15.
Fyrstu umferð lýkur í kvöld, mánudag með tveimur leikjum.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
