Það hefur ekki farið framhjá neinum að það snjóaði mikið á Akranesi í nótt. Sviptingar í veðrinu eru miklar því um síðustu helgi fór fram golfmót í veðurblíðunni á Akranesi. Það var mikið líf á Akranesi í dag þegar skagafrettir.is smellti af þessum myndum – og gleðin var mikil hjá yngri kynslóðinni. Myndirnar eru einnig á fésbókarsíðu Skagafrétta.