Áætlun Akraneskaupstaðar hvað varðar fjárfestingar – og framkvæmdir næstu fjögur árin hefur verið til umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Áætlunin verður lögð fram til samþykktar annað sinn á fundi bæjarstjórnar þann 9. desember n.k.

Í áætluninni, sem var samþykkt einróma í fyrri umræðu bæjarstjórnar, eru ýmis verkefni á dagskrá á næstu fjórum árum.

Þar má nefna að á árinu 2027 er gert ráð fyrir um 300 milljónum kr. í uppkaup á mannvirkjum til niðurrifs.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta er þar horft til Vesturgötu 119 (gamla Arctic húsið).

Akraneskaupstaður horfir til þess að styrkja svæðið við Brekkubæjarskóla.

Uppbygging á þessu svæði væri þá miðuð við þarfir skóla – og íþróttastarfs. 

Í fjárfestingar – og framkvæmdaráætlun er gert ráð fyrir að nýr leikskóli verði byggður í eldri hluta Akraness.

Lóð við Ægisbraut sem er í eigu Akraneskaupstaðar hefur verið í umræðunni sem staðsetning fyrir nýjan leikskóla – en Þróttur ehf. var með starfsstöð á þeirri lóð.