Brekkubæjarskóli og Grundaskóli kepptu í Skólahreysti í gær en keppnin fór fram í Mýrinni í Garðabæ. Krakkarnir stóðu sig vel og endaði Brekkubæjarskóli í öðru sæti, hálfu stigi á eftir sigurliðinu, en Grundaskóli endaði í sjötta sæti. Grunnskólar af Vesturlandi og Vestfjörðum tóku átt í keppninni í gær og var mikið fjör á áhorfendabekkjunum.
Lið Brekkubæjarskóla er líklegt til þess að keppa til úrslita í Skólahreysti en sýnt verður frá keppninni á RÚV. Stigahæsta liðið í öðru sæti fær tækifæri í úrslitakeppninni.
Við óskum liði Brekkubæjarskóla til hamingju með árangurinn og erum sannfærð um að lið Grundaskóla kemur sterkt til leiks að ári í næstu keppni.