Golfklúbburinn Leynir og Íslandsbanki Akranesi hafa endurnýjað samstarf sem snýr að barna – og unglingastarfi Leynis.
Magnús D. Brandsson útibússtjóri Íslandsbanka og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjórir Leynis undirrituðu saminginn.
Í tilkynningu frá Leyni segir:
„Íslandsbanki hefur til margra ára stutt vel við barna og unglingastarf félagsins en samstarfsaðilar af þessu tagi eru afar mikilvægir þegar kemur að uppbyggingu á slíku starfi og færir Golfklúbburinn Leynir Íslandsbanka kærar þakkir fyrir.“