Golfklúbburinn Leynir hélt Opna Norðurálsmótið í gær, laugardaginn 24. maí. Þátttakan var góð og Garðavöllur er í flottu ástandi fyrir golfsumarið 2025. Arnar Gunnarsson úr Golfklúbbnum Leyni sigraði í 1. flokki í punktakeppni en Arnar sigraði nýverið á Akranesmeistaramóti unglinga í pílu. Sjá hér: Theodór Guðlaugsson Clothier,...
Bæjarráð Akraness tók nýverið fyrir erindi um málefni Árnahúss – sem stendur við Dvalarheimilið Höfða.Gísli Gíslason, Rudolf B. Jósefsson, Sigursteinn Sigurðsson, Helena Guttormsdóttir, Karl Jóhann Haagesen og Sæmundur Benediktsson sendu inn erindið. Í erindinu kemur m.a. fram að umrædd hús við Sólmundarhöfða séu í því ástandi...
Fimleikafólk úr ÍA og Aftureldingu sameinuðu krafta sína á stigamótaröð Fimleikasambandsins í hópfimleikum. Liðin náðu frábærum árangri og tryggðu sér sæti á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fer síðara á þessu ári.Keppt er í A og B deildum í meistaraflokki og 1.flokki. Innan hvors flokks er keppt...
Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, hefur verið valinn til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Andorra dagana 26.–31. maí. Sundsamband Íslands hefur valið 20 sundmenn til keppni að þessu sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu. Liðið heldur utan þann 21. maí og mun æfa...
Haraldur Magnús Magnússon varð annar á stigamótaröðinni Ungdart hjá Pílusambandi Íslands sem fram fór í Reykjavík nýverið. Mótið var 2. í röðinni á tímabilinu en úrslitin ráðast fyrir áramót 2025. Haraldur Magnús er 13 ára og hefur æft hjá Pílufélagi Akraness frá því að félagið hóf að...
Eitt vinsælasta og stórbrotnasta tónverk tónbókmenntanna Carmina Burana eftir Carl Orff verður flutt í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 16. maí nk. kl.. 20.Stjórnandi flutningsins er Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri í Garða – og Saurbæjarprestakalli. Hann kemur þar fram með kórana sína Söngfjelagið og Kór...
Akranesmeistaramótið fór fram í sundlauginni á Jaðarsbökkum nýverið.Þar tóku 28 keppendur þátt.Akranesmeistar 2025 voru eftirtaldir :11-13 ára stelpur Karen Anna Orlita11-13 ára strákar Sigmar Orri Halldórson14-15 ára strákar Eymar Ágúst Eymarsson16 ára og eldri, stelpur Sunna Arnfinnsdóttir16 ára og eldri strákar Einar Margeir Ágústsson Skagafréttir...
Nemendur í 1. bekk Grundaskóla fengu öll hjólahjálm að gjöf. Kiwanis klúbbur Akraness stendur á bak við verkefnið. Frá þessu er greint á vef Grundaskóla.Nemendur fengu fræðslu um mikilvægi hjálmsins og að hann sé rétt stilltur. Hjálmurinn veitir vörn og dregur úr líkum á alvarlegum höfuðáverkum sama á...
Kvennalið ÍA lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær, laugardaginn 3. maí, gegn Fylki á útivelli. Liðin eru í næst efstu deild – Lengjudeildinni. Fylkir komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Erna Björt Elíasdóttir minnkaði muninn fyrir ÍA á 73. mínútu. Fylkir bætti við...
Karlalið ÍA leikur í dag gegn KA á heimavelli í Bestu deildinni í knattspyrnu.Leikurinn hefst kl. 17:00 og fer hann fram á aðalvellinum á Jaðarsbakka og er fyrsti leikur tímabilsins sem fram fer á Elkem vellinum. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar varðandi aðkomu áhorfenda og í...