[sam_zone id=1]
  • Um 1800 keppendur skemmtu sér konunglega á hinu árlega Norðurálsmóti á Akranesi sem fram fór um liðna helgi í 36. skipti. Mótið var sett með hátíðlegum hætti á sjálfan 17. júní, Þjóðhátíðardag Íslendinga. Norðurlandsmótið er eitt fjölmennasta mótið á landsvísu fyrir yngri keppendur í knattspyrnu. Á fyrsta keppnisdeginum hófu yngstu keppendur mótsins þátt, eða leikmenn...

  • Nýverið auglýsti Biskup Íslands eftir presti til þjónustu í Garða- og Saurbæjarprestkalli, Vesturlandsprófastsdæmi. Alls sóttu ellefu um og tveir umsækjenda óskuðu nafnleyndar. Þetta kemur fram vefnum kirkjan.is. Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf þann 1. ágúst næstkomandi. Starfið var auglýst þar sem að Sr. Jónína Ólafsdóttir var nýlega...

  • Um 700 einstaklingar sem eru búsettir á Akranesi hafa fengið SMS boð frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna síðari bólusetningar með AstraZeneca miðvikudaginn 23. júní. Í tilkynningu frá HVE frá því í dag kemur fram að fresta þurfi AstraZeneca bólusetningunni miðvikudaginn 23. júní vegna tafa á afhendingu bóluefnisins frá framleiðanda. Athygli er vakin á því að þessi...

  • Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fékk um 60% atkvæða í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þórdís Kolbrún er varaformaður flokksins sem fékk tvo þingmenn kjörna í síðustu Alþingiskosningum. Haraldur Benediktsson sóttist einnig eftir efsta sæti listans en hann fékk 35% atkvæða. Alls greiddu 2.289 atkvæði í prófkjörinu en gild atkvæði voru 2.233. Þór­dís Kol­brún...

  • Tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir fékk í gær titilinn Bæjarlistamaður Akraness 2021. Hún fékk viðurkenningu þess efnis á Akratorgi í gær á 17. júní hátíðarhöldum Akraneskaupstaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Valgerður er fædd árið 1976 og uppalin á Akranesi. Valgerður lauk námi tónmenntakennara árið 2000 og söngpróf frá Tónlistarskóla FÍH árið 2003. Valgerður hefur...

  • Karlalið ÍA mætir KA frá Akureyri í 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu og fer leikurinn fram á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 18.00. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið en ÍA er harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar með 5 stig eftir 7 umferðir. KA er í fjórða sæti með 13 stig en ÍA er...

  • Kvennalið ÍA landaði góðum 3-2 sigri á útivelli gegn Grindavík í gær í Lengjudeildinni í knattspyrnu. Um var að ræða leik í 7. umferð Íslandsmótsins í næst efstu deild. Grindavík komst yfir á 40. mínútu með marki sem Viktoría Sól Sævarsdóttir skoraði. Sigrún Eva Sigurðardóttir var fljót að jafna fyrir ÍA með góðu skoti á...

  • Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson er í fremstu röð í sínum aldursflokki á landsvísu í golfíþróttinni og hann. er í efsta sæti stigalista GSÍ í flokki 17-18 ára þegar tveimur mótum er lokið. Stigalistinn er í heild sinni hér: Björn Viktor endaði í öðru sæti um liðna helgi á 2. móti tímabilsins á Unglingamótaröð GSÍ þar...

  • Kári, sem leikur í 2. deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla, fær í kvöld ÍR í heimsókn i Akraneshöllina. Um er að ræða fyrsta leikinn í 7. umferð Íslandsmótsins. Leikurinn hefst kl. 20.00 að venju verður kaffi og bakkelsi til staðar fyrir áhorfendur. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Kára sem er enn án sigurs í...

  • Fyrr á þessu ári var ljóst að ráðast þyrfti í viðamiklar endurbætur á húsnæði Grundaskóla vegna rakaskemmda. Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku voru tveir kostir lagði fram fyrir ráðið og var svokölluð leið A fyrir valinu. Sú leið felur m.a. í sér að framkvæmdakostnaður við endurbætur á Grundaskóla verður 780 milljónir kr. Á...

Loading...