[sam_zone id=1]
  • Knattspyrnufélag ÍA óskaði nýverið eftir rekstrarleyfi á Aggapalli fyrir veitingastað í flokki II – E kaffihús. Umsóknin fékk grænt ljós á síðasta fundi bæjarráðs Akraness og þar áður hafði skóla – og frístundaráð samþykkt umsóknina. Í afgreiðslu bæjarráðs kemur m.a. fram að bæjarráð leggi áherslu á að KFÍA gæti vel að því að tryggja ásættanlega...

  • Stefnt er að því að reisa nýtt hús á opnu svæði í Jörundaholti sem mun nýtaast sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Þessi nýbygging á að vera á einni hæð og á að falla vel að núverandi byggð. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem starfar í umboði bæjarstjórnar. Á þessum fundi var samþykkt að leggja...

  • Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa til kynningar skipulagslýsingu vegna mögulegrar breytingar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og deiliskipulags Garðavelli 1 (golfvöllur deiliskipulag) vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á byggingarreit deiliskipulagsins. Í breytingunni er gert ráð fyrir hótelbyggingu sem mun rísa norðan við Garðavelli, frístundamiðstöðina, sem er við golfvöllinn. Húsið er á...

  • Skipulags – og umhverfisráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við bæjarráð að farið verði í ýmsar aðgerðir til að bæta umferðaröruggi í nokkrum hverfum Akraness. Jón Ólafsson verkefnastjóri lagði fram tillögur um umferðaröryggi í Skógahverfi, Esjubraut og Garðargrund. Tillögur felast m.a. í eftirfarandi: Koma fyrir 30km hellulögðum hliðum í Asparskógum.Merkja 30...

  • Nýverið var tilkynnt hvaða leikmenn skipa 16 ára landslið drengja sem leikur á Norðurlandamótinu 2021. Einn leikmaður úr röðum ÍA er í landsliðinu. Frá þessu er greint á vefsíðu KKÍ. Mótið fer fram dagana 1.-5. ágúst í Kisakallio í Finnlandi. Fimm landslið taka þátt á NM, Finnland, Danmörk, Svíþjóð, Eistland og Noregur. Aðalþjálfari liðsins er...

  • Kvennalið ÍA gerði markalaust jafntefli gegn Haukum í Lengjudeildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu þann 9. júlí s.l. Leikurinn var í 9. umferð Íslandsmótsins en bæði lið eru um miðja deild. Í ítarlegri frásögn frá leiknum á fésbókarsíðu Knattspyrnufélags ÍA kemur fram að leikur ÍA hafi verið sá besti fram til þessa á tímabilinu. Þrátt fyrir...

  • Hugo Salgado og Nikola Nedoroscikova taka við þjálfun hjá Körfuknattleiksfélagi ÍA á næstu vikum. Salgado, sem er frá Portúga, tekur við af Bandaríkjamanninum Chaz Franklin, sem hefur gert góða hluti sem þjálfari hjá ÍA á síðustu þremur árum. Nedoroscikova er frá Slóvakíu og mun hún einnig koma að þjálfun hjá félaginu – og þá sérstaklega...

  • Meistaramót Golfklúbbsins Leynis fór fram dagana 7.-10. júlí á Garðavelli. Þar tóku um 140 keppendur þátt en þetta er í 57. sinn sem Akranesmeistaramótið fer fram. Keppt var í mörgum flokkum en úrslit mótsins má sjá hér fyrir neðan. Hér er myndasyrpa frá mótinu. Elsa og Stefán Akranesmeistarar í golfi 2021 Elsa og Stefán Akranesmeistarar...

  • Meistaramóti Golfklúbbsins Leynis lauk í gær en Akranesmeistaramótið hófst s.l. miðvikudag á Garðavelli. Um 140 keppendur tóku og tókst mótið í alla staði vel á frábærum Garðavelli. Elsa Maren Steinarsdóttir og Stefán Orri Ólafsson fögnuðu sigri í Meistaraflokki og eru því Akranesmeistarar í golfi 2021. Keppt var í mörgum flokkum og eru úrslitin hér fyrir...

  • Það er mikið um að vera hjá félagsmönnum á öllum aldri í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi þessa dagana. Meistaramót Leynis, eða Akranesmeistaramót 2021, fer fram í þessari viku og í gær lauk keppni hjá yngri kylfingum klúbbsins. Keppni hjá þeim sem eldri eru hófst í gær og lýkur á laugardaginn. Á meistaramóti yngri kylfinga voru...

Loading...