Kvennalið ÍA er í efsta sæti í B-deild Lengjubikarkeppni KSÍ. Skagaliðið hefur unnið báða leiki sína til þessa í keppninni. ÍA lagði lið Hauka 5-3 í gærkvöld en leikurinn fór fram í nýju knatthúsi Hauka í Hafnarfirði. Erna Björt Elíasdóttir skoraði þrennu fyrir ÍA í fyrri hálfleik og þannig var staðan í hálfleik. Anna Þóra Hannesdóttir og...
Karlalið ÍA vann sinn fyrsta leik í A-riðli Lengjubikarkeppni KSÍ í gær með 3-0 sigri gegn liði Grindavíkur. Þetta var þriðji leikur ÍA í þessari keppni en ÍA hafði gert jafntefli gegn Val og Vestra í fyrstu tveimur leikjunum. Hinrik Harðarson skoraði fyrsta mark ÍA á 25. mínútu, Gabríel Snær Gunnarsson og Jón Gísli Eyland Gíslason bættu...
Myndasafn Skagafrétta nýtur vinsælda og safnið stækkar með hverju árinu sem líður. Hér er myndasafn frá Þjóðhátíðardeginum, 17. júní árið 2019. En þessar myndir hafa ekki verið aðgengilegar áður í safninu. Veðrið var gott og stemningin góð – og líflegt um að litast á Akratorgi og Merkurtúni. Smelltu hér til að skoða þetta myndasafn. Hvers vegna ættir þú...
Við höldum áfram að bæta í myndasafn Skagafrétta. Hér eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar – en þær eru teknar á leik ÍA og KR í efstu deild karla árið 2019.Þar fengu ungir iðkendur úr röðum ÍA að láta ljós sitt skína í upphafi leiks. Smelltu hér fyrir myndasafnið á myndavef Skagafrétta Hvers vegna...
Framundan er spennandi lokakafli á Íslandsmótinu í næst efstu deild í körfubolta karla. ÍA er í efsta sæti þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur ÍA er gegn liði Breiðabliks á útivelli n.k. föstudag í Smáranum í Kópavogi. Skagamenn eru því í dauðafæri að tryggja sér sæti í efstu deild – en það lið sem endar í...
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er á förum til sænska knattspyrnuliðsins Malmö samkvæmt frétt á fotbolti.net í dag. Arnór hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Blackburn en samningi hans var rift í byrjun þessa árs. Malmö er ríkjandi meistari í sænsku úrvalsdeildinni og er gert ráð fyrir að hinn 25 ára Skagamaður geri þriggja ára samning við...
Akraneskaupstaður hefur auglýst af krafti á undanförnum dögum eftir samstarfsaðila til þess að blása lífi í svæðið við Akratorg. Í auglýsingunni sem hefur farið víða leitar kaupstaðurinn eftir aðila til samstarf um skipulag og þróun á lóðum við gamla Landsbankahúsið – og þessi aðili þarf að setja fram kauptilboð í það mannvirkiUm er að ræða eftirfarandi:Suðurgata...
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA fór fram í gær. Í ársskýrslu stjórnar kemur fram að árið 2024 hafi reynst Skagamönnum vel. Góður árangur náðist á knattspyrnuvellinum, öflug uppbygging var í innra starfi félagsins og reksturinn er sjálfbær. Iðkendum heldur áfram að fjölga en um 650 æfa hjá félaginu – og er uppeldisstarfið í fremstu röð á landsvísu....
Sveinbjörn Hlöðversson er Skagamaður ársins 2024. Kjörinu var lýst á Þorrablóti Skagamanna sem fram fór í gær – 16. febrúar 2025. Þetta er í 15. sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Sveinbjörn hefur á undanförnum árum lagt mikla sjálfboðavinnu til samfélagsins í gegnum starf sitt hjá Knattspyrnufélaginu Kára. Félagið er með kraftmikið starf í samvinnu...
Þorrablót Skagamanna fór fram í gær í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Uppselt var á blótið og skemmtu gestir sér vel – eins og sjá má í þessari myndasyrpu frá Skagafrettir.is Myndir: Jón Gautur Hannesson og skagafrettir.is Myndirnar eru aðgengilegar í fullri upplausn á myndavef Skagafrétta.Smelltu hér: