Þann 10. nóvember árið 2016 fóru Skagafréttir í loftið og fréttavefurinn á því 8 ára afmæli í dag. Jákvæðar fréttir verða áfram rauði þráðurinn í fréttaumfjöllun Skagafrétta.Lesendur hafa kunnað meta slíkar áherslur. Og með hverju árinu sem líður hefur lesendahópurinn stækkað jafnt og þétt.Fréttasafnið telur mörg þúsund fréttir, og myndasafn Skagafrétta verður í framtíðinni ómetanleg heimild um mannlífið...
Sundfólk úr röðum Sundfélags Akraness hefur náð góðum árangri á fyrstu keppnisdögum Íslandsmótsins í 25 metra laug. Einar Margeir Ágústsson, íþróttamaður Akraness 2023, tryggði sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu með því að sigra í 100 metra fjórsundi á 54,36 sekúndum. Einar Margeir fer því á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi...
Árgangamót Knattspyrnufélags Akraness fór fram í dag í Akraneshöllinni. Árgangamót ÍA var haldið í fyrsta skipti í desember árið 2011. Mótið í ár var því það 14. í röðinni. Hér fyrir neðan eru myndir frá skagafrettir.is Smelltu hér fyrir myndasafnið:
Bæjarráð hefur samþykkt að Akraneskaupstaður taki lán upp á rúmlega 533 milljónir vegna aukningu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Það eru mörg verkefni sem eru í gangi hjá Akraneskaupstað – og má þar nefna endurbætur á báðum grunnskólunum, nýframkvæmdir í leikskóla – og íþróttahúsi – ásamt endurbótum á íþróttahúsinu við Vesturgötu. Bæjarstjórn Akraness á eftir að...
Kaffihús verður opnað í Stúkuhúsinu í byrjun desember á þessu ári.Samningur þess efnis var undirritaður í þessari viku. Díana Bergsdóttir stendur á bak við verkefnið. Stúkuhúsið var upphaflega byggt sem hlaða og fjós um 1916 og stóð við Háteig 11.Stúkan Akurblóm nr. 3, sem starfaði á Akranesi 1887-2000, eignaðist húsið og endurgerði það fyrir starfsemi sína árið...
Aðsend grein um málefni Jaðarsbakka: Setjum okkur í spor þeirra 10 drengja sem söfnuðust saman 26. maí árið 1922 í kálgarði á Akranesi, í þeim tilgangi að eignast leikfang, fótbolta, sem þeir keyptu með því að leggja hart að sér við fiskvinnslu og öðrum störfum. Flest skiljum við atorkuna og áhugann sem hefur einkennt gildi...
Aðsend grein um málefni Jaðarsbakka: Augljóst er af skrifum um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og framkvæmdir á Jaðarsbökkum að sitt sýnist hverjum. Undirritaðir hafa um áratugaskeið unnið að íþróttamálum á Akranesi af þeirri hugsjón að vel sé búið að íþróttum á Akranesi og að Jaðarsbakkasvæðið og Langisandur verði áfram aðgengilegt fyrir alla – unga sem og þá sem eldri...
Gabríel Snær Gunnarsson, Jón Breki Guðmundsson, Styrmir Jóhann Ellertsson og Birkir Hrafn Samúelsson tóku þátt með íslenska U-17 ára landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fór hér á landi.Íslenska liðið, undir stjórn Skagamannsins, Lúðvíks Gunnarssonar, náði að komast áfram úr riðlinum sem leikinn var hér á landi. Ísland vann Norður-Makedóníu þann 30. október 4-1. Þann 2. nóvember lék...
Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Ráðherra undirritaði nýverið viljayfirlýsingu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um að styðja við uppbyggingu starfsstöðva Náttúrufræðistofnunar og fleiri opinberra stofnana ráðuneytisins á Vesturlandi.Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins: Í byrjun júlí á þessu ári sameinuðust Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Ísland og...
Karlalið ÍA sigraði lið Snæfells frá Stykkishólmi í gær, 94-79, í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfuknattleik. Þetta var fjórði sigur ÍA í röð og er liðið í efsta sæti með 4 sigra og 1 tap. Í síðustu viku lagði ÍA lið Skallagríms í Borgarnesi og má því með sanni segja að ÍA sé með...