Íslandsmótið í holukeppni 2024 í karlaflokki fer fram á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni dagana 22.-24. júní. Fyrst var keppt um titilinn árið 1988 og er þetta 36. mótið í röðinni. Bestu kylfingar landsins mæta til leiks í þetta mót – og fjórir keppendur eru frá Golfklúbbnum Leyni. Í fyrri hluta Íslandsmótsins í holukeppni,...
Norðurálsmótið í knattspyrnu hefst í dag á Akranesi en um 1800 keppendur taka þátt. Mótið er það 39. í röðinni og fer það fram dagana 20.-23. júní. Í dag, fimmtudaginn 20. júní, hefst keppni hjá allra yngstu keppendunum sem eru í 8. flokki barna. Mótið verður sett með formlegum hætti föstudaginn 21. júní kl. 11:00, og að...
Birgir Þórisson var í dag útnefndur sem Bæjarlistamaður Akraness fyrir árið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Borgnesingurinn Birgir hefur verið viðloðinn tónlist nær allt sitt líf,“ segir m.a.í tilkynningu sem er að finna á vef Akraneskaupstaðar. „Hann stundaði nám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá unga aldri bæði á trompet hjá Ólafi Flosasyni og á píanó,...
„Ekkert stoppar mig“ er nýjasta viðbótin í stuðningsmannalagasafn Knattspyrnufélags ÍA.Lagið er eftir listamanninn „Háska“ sem er Darri Tryggvason sem er íslenskur popptónlistarmaður og pródúsent.Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið.
Hallgerður Freyja Þorvaldsdóttir og Harpa Karen Antonsdóttir hlutu nú í vikunni viðurkenningu úr Minningarsjóði Guðbjarts Hannessonar fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Ritgerð Hallgerðar og Hörpu Karenar ber heitið Stundirnar í tóminu – Gildi tómstunda fyrir einstaklinga sem greinast með krabbamein.Þetta kemur fram í tilkynningu: Verðlaunahafarnir ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor...
Umsókn Smiðjuvalla ehf. um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22 var samþykkt í Bæjarstjórn Akraness í dag. Breytingin felst í að sameina lóðir við Smiðjuvelli 12,14,16,18,20 og 22 í eina lóð Smiðjuvelli 12-22 og núverandi mannvirki rifin. Heimil verði íbúðauppbygging ásamt atvinnustarfsemi á lóð. Heimilt verði að byggja þriggja til sjö hæða byggingu með kjallara.Hér fyrir neðan eru...
Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri hjá Breið þróunarfélag hlaut nýverið viðurkenningu Sjávarklasans fyrir ötult frumkvöðlastarf í nýsköpun.Í umsögn segir „Breið hefur náð ótrúlegum árangri í að byggja upp stemmingu á Akranesi fyrir nýsköpun og samstarfi m.a. í tengslum við bláa hagkerfið. Vinnslurými Breiðar, þar sem fyrirtæki hafa getað gert tilraunir, hafa verið mjög mikilvæg viðbót fyrir sprotafyrirtæki....
Stóriðjuskóli Norðuráls var settur á laggirnar árið 2012 og nýverið útskrifuðust fimmtán einstaklingar úr framhaldsnámi skólans. Alls hafa 177 nemendur útskrifast á þessum 12 árum úr náminu. Verðlaun fyrir góðar framfarir og ástundun hlaut Sigurþór Frímannsson. Þetta kemur fram í tilkynningu sem er í heild sinni hér fyrir neðan. „Markmiðið er að þeir starfsmenn fyrirtækisins sem ljúka...
Forráðafólk Körfuknattleiksfélags ÍA var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla sem leikur í næst efstu deild Íslandsmótsins á næstu leiktíð. Samningur Nebojsa Knezevic, sem þjálfaði hefur liðið undanfarin tvö ár var á enda – og ákvað félagið að róa á önnur mið,.Óskar Þór Þorsteinsson tekur við liðinu en hann verður samhliða yfirþjálfari yngri...
Skagakonan Eva Björg Ægisdóttir fær frábæra dóma fyrir ensku útgáfuna á glæpasögunni „Strákar sem meiða“ eða Boys Who Hurt. The Times, sem er eitt virtasta dagblað Bretlandseyja segir í dómi sínum að bókin sé ein af fimm bestu glæpasögum júnímánaðar. Fyrr á þessu ári fékk Eva Björg Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann fyrir bók sína Heim fyrir myrkur.Bókin verður jafnframt...