Loftslagsverkfall boðað á Akranesi – inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg



Loftslagsverkfall er boðað á Akranesi föstudaginn 15. mars og hefst það kl. 12.00.

Loftslagsverkfallið eða Strike for Climate fer fram á rúmlega 1.300 stöðum víðsvegar um veröldina eða í rétt um 100 mismunandi löndum.

Lands­sam­tök ís­lenskra stúd­enta boða til mót­mæl­anna og fram kem­ur að þau verði alla föstu­daga.

Verk­fallið er inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg, en skóla­verk­fall henn­ar hef­ur vakið mikla at­hygli.

Nú þegar hafa tugþúsund­ir ung­menna farið að henn­ar for­dæmi og flykkst út á göt­ur til að mót­mæla aðgerðal­eysi stjórn­valda í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar, meðal ann­ars í Belg­íu, Bretlandi, Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu, Þýskalandi og Svíþjóð.

Það er engin pláneta B!
Það er löngu kominn tími á aðgerðir.
Við höfum ekki tíma til að bíða, breytingar strax!
Hvetjum sem flesta til að koma með mótmælaspjöld og baráttuandann!

Auglýsing



Auglýsing