Myndbönd frá fellingu efri hluta strompsins



Bein útsending var á fésbókarsíðu Skagafrétta og einnig hér á skagafrettir.is þegar Sementsstrompurinn var felldur í dag föstudaginn 22. mars 2019.

Aðgerðir áttu að hefjast kl 12.15 en þeim var frestað til kl. 14.00 þar sem að illa gekk að koma fyrir öryggisneti á strompinum sjálfum.

Kl. 14.00 var allt klárt og efri hlutinn var sprengdur samkvæmt áætlun. Allt gekk vel og féll efri hluti strompsins til jarðar með tignarlegum hætti.

Neðri hluti strompsins stóð aðeins lengur og var ekki sprengdur fyrr en klukkustund síðar.


ÍA TV verður með beina útsendingu frá fellingu strompsins hér fyrir neðan.

Auglýsing



Auglýsing