Sævar Freyr bæjarstjóri með áhættuatriði við Guðlaugina


Í gær var greint frá því með formlegri athöfn að verkefnið „Guðlaug – heit laug í grjótvörn við Langasand á Akranesi“ væri handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamálstofu fyrir árið 2019.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri Ferðamálastofu afhenti verðlaunin við Guðlaugu og tók Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri við þeim.

Hér má sjá myndband frá athöfninni og vakti áhættuatriði Sævars Freys bæjarstjóra athygli eins og sjá má í myndbandinu.