Marella endurkjörinn sem formaður ÍA – Hörður og Hildur fengu gullmerki ÍSÍ


Ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram þann 25. maí s.l en alls mættu 26 þingmenn frá 13 aðildarfélögum en alls eru 19 félög undir hatti ÍA. Þetta var í 77. skipti sem ársþing ÍA fer fram.

Marella Steinsdóttir var endurkjörinn sem formaður ÍA en Hörður Helgason varaformaður gaf ekki kost á sér í embættið. Hrönn Ríkharðsdóttir gaf kost á sér til embætis varaformanns og var hún kjörin. Aðrir úr stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn þau, Gísli Karlsson, Erla Ösp Lárusdóttir og Líf Lárusdóttir.

Rekstur ÍA gekk ágætlega þó svo að stór hluti tekna hafi vantað inn í rekstar árið. Heimsfaraldur setti svip sinn á rekstur bandalagsins, þar sem þreksalur var lokaður margar vikur á árinu. Í því árferði sem var 2020 gekk á höfuðstól banalagsins því staðið var við þær samþykktir að veita aðildarfélögum heildar styrk að upphæð kr. 10 milljónir. Helstu tekjuliðir bandalagsins féllu niður eins og rekstur þrekaðstöðu og útleigu á stólum og borðum, sem stóðu undir tæplega helmingi tekna ÍA 2019, en skiluðu ekki nema kr. 663.230 árið 2020. Tekjur af Lottó og getraunum og styrkur frá Akraneskaupstað eru einnig mikilvæg í rekstrinum og nema um 40% af tekjunum. Vegna góðs gengis Íslenskrar getspár þá fékk bandalagið aukagreiðslu sem kom sér vel inni í reksturinn. Fallið var frá verkefnastjórnun af hálfu bandalagsins varðandi Heilsueflandi samfélag vegna anna í öðrum störfum starfsmanna bandalagsins. Eigið fé Íþróttabandalagsins er ríflega 66 milljónir króna í árslok 2020 og lækkar talsvert milli ára, aðallega vegna rekstartaps og tekjufalls. Stærstu eignir ÍA eru peningalegar eignir og eignarhlutur í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum.

Trausti Gylfason kost á sér til áframhaldandi setu í varastjórn, Emilía Halldórsdóttir kom ný inn í varastjórn. Þetta líklega í fyrsta skipti í sögu ÍA að konur gegni æðstu embættum bandalagsins á sama tíma, formaður, varformaður og framkvæmdastjóri félagsins eru allt konur.

Hafsteinn Pálsson frá ÍSÍ afhenti gullmerki Íþrótta og Ólympíusambands Íslands til þeirra Harðar Ó. Helgasonar og Hildar Karenar Aðalsteinsdóttur fyrir þeirra framlag til íþrótta og heilsueflandi mála.

Alls fengu 9 einstaklingar afhent bandalagsmerki fyrir störf sín í þágu íþróttamála á Akranesi. Með viðurkenningunni er þeim þakkað fyrir hið mikla starf sem þau hafa lagt til handa íþróttum með einum eða öðrum hætti um leið og þeim öllum er óskað innilega til hamingju með merkið.

Þeir sem hlutu bandalagsmerki á þessu þingi voru:

Arna Magnúsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Borghildur Jósuadóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Magnús Óskarsson, Sigrún Ríkharðsdóttir, Sigurður Elvar Þórólfsson, Sigurður Sverrisson, Ólafur Þórðarson

Ársskýrsla framkvæmdastjórnar ÍA 2020

Reikningar ÍA 2020

Helstu rekstartölur ÍA

Ólafur Þórðarson. Mynd/Daníel Þór
Sigrún Ríkharðsdóttir. Mynd/Daníel Þór
Elínbjörg Magnúsdóttir. Mynd/Daníel Þór
Arna Magnúsdóttir. Mynd/Daníel Þór
Borghildur Jósúadóttir. Mynd/Daníel Þór
Bjarni Þór Bjarnason. Mynd/Daníel Þór.
Mynd/Daníel Þór.
Mynd/Daníel Þór.