Karlalið ÍA vann mikilvægan sigur gegn KR í kvöld í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Ísak Máni Guðjónsson skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu en leikmaðurinn efnilegi kom inn á sem varamaður einni mínútu fyrr. Þetta var annar sigur ÍA í síðustu þremur leikjum en Lárus Orri Sigurðsson hefur landað tveimur sigurleikjum frá því hann...
Elín Anna Viktorsdóttir og Tristan Freyr Traustason eru Akranesmeistarar í golfi 2025. Meistaramót Golfklúbbsins Leynis lauk í gær á Garðavelli – en keppendur hafa aldrei verið fleiri í 60 ára sögu klúbbsins en 177 tóku þátt. Þetta er í fyrsta sinn sem Elína Anna og Tristan Freyr fagna þessum titli. Keppnin var mjög spennandi og réðust úrslit í...
Akraneskaupstaður og Laugar ehf. skrifuðu í dag undir samning um opnun á líkamsræktarstöð sem staðsett verður í „gamla íþróttahúsinu“ við Jaðarsbakka.Stefnt er að opnun World Class um mánaðarmótin september – október. World Class á Akranesi mun skapa um 20 störf og verður opið allan sólarhringinn.Stöðvarstjórar nýju stöðvarinnar verða þeir Gerald Brimir og Helgi Arnar, sem margir...
Hvernig getur endurnýting á Sementsílóunum á Akranesi orðið samfélagsmiðstöð sem sameinar fólk, styður við bæjarbúa og heiðrar sögu starfseminnar?Þetta er spurning sem Lárus Freyr Lárusson varpar fram í þróunarverkefni sem birt var á vef Akraneskaupstaðar í dag. Á Akranesi eru fjórir sementstankar sem taka um 4000 tonn af sementi hver.Sementsverksmiðjan og Akraneskaupstaður gerðu árið 2013...
Skóla- og frístundaráð Akraness lagði fram nýverið til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá leikskóla. Bæjarráð samþykkti breytingarnar á fundi sínum þann 26. júní s.l.Breytingarnar eru gerðar í samstarfi við leikskólastjóra og er markmiðið að móta leiðir til að mæta styttingu vinnuviku starfsfólks án þess að skerða þjónustu við börn og foreldra.Fram kemur í fundargerð Skóla –...
Golfklúbburinn Leynir hefur óskað eftir bættri aðstöðu fyrir innanhúsæfingar. Leynir, sem fagnar 60 ára afmæli á þessu ári, hefur sent inn formlegt erindi til Akraneskaupstaðar – en barna – og unglingastarf klúbbsins hefur vaxið mikið á undanförnum misserum. Skóla – og frístundaráð Akraneskaupstaðar hefur fjallað um málið og bæjarráð hefur samþykkt að taka erindið fyrir á næsta...
Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, var einn af sex keppendum sem kepptu fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í 23 ára og yngri flokki, sem fram fór í Slóvakíu. Mótið var afar sterkt, en keppendur voru alls 360.Einar Margeir náði glæsilegum árangri og synti sig inn í úrslit í 100 metra bringusundi á tímanum...
Aðsend grein frá Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra:Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.Vegakerfið er ein stærsta eign íslenska ríkisins og nauðsynlegt að halda því við. Nýleg dæmi eru um...
Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi fór fram nýverið á Akureyri. Sundmótið var fyrir 15 ára og yngri og alls tóku um 210 keppendur frá 10 félögum um land allt þátt í mótinu. Til að öðlast keppnisrétt þurftu sundmenn að ná fyrirfram skilgreindum lágmarkstímum. Sundfélag Akraness sendi 8 keppendur á mótið, sem stóðu sig allir afar vel....
Aldurstakmark gesta á tjaldsvæðinu á Akranesi verður 20 ár þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram dagana 4.-6. júlí. Bæjarráð hefur samþykkt tillögu þess efnis að breyting verði gerð hvað aldurstakmarkið – en það hefur verið 23 ár á undanförnum árum. „Í bókun ráðsins kemur fram að ráðið væntir þess að skipulag og umgjörð rekstraraðila tjaldsvæðisins taki mið...