Golfmót í veðurblíðunni á Flórída-Skaganum

Það er óvenjulegt tíðarfar á Akranesi þessa dagana. Hiti langt yfir meðatali og vor í lofti þann 10. desember. Æfingasvæðið við Jaðarsbakka var slegið í gær og á golfvellinum hafa kylfingar úr Leyni nýtt hverja stund í dagsbirtunni við golfleik á iðagrænum Garðavelli.

Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Leynis, sigraði á vetrarmóti #3 með en þar á eftir komu þeir Guðjón Viðar Guðjónsson og Viktor Björnsson. Bjarki Þór Pétursson vann nándarverðlaunin á 18. en bolti hans var 1.63 m. frá holu eftir upphafshöggið.

Verðlaun voru veitt fyrir 1.sæti og nándarmælingu á 18. holu. Golfklúbburinn Leynir þakkar kylfingum fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju með verðlaunin.

Flatir á Garðavelli eru í notkun líkt á sumardegi og 18. flötin var sleginn þann 7. desember s.l. Brynjar Sæmundsson vallarstjóri á Garðavelli segir að hann hafi ekki séð völlinn líta svona vel út á þeim tveimur áratugum sem hann hefur verið á Akranesi.

„Ástand Garðavallar er almennt ótrúlega gott miðað við árstíma en óvenjugott tíðarfar hefur verið s.l. vikur og mánuði sem skilar sér í þessu ástandi vallar,“ segir Brynjar.

Ástand Garðavallar er almennt ótrúlega gott

Golfmót fór fram í dag á Garðavelli en vetrarmótaröð Leynis stendur vart undir því nafni miðað við veðurfarið. Tæplega 30 keppendur mættu til leiks og nutu þess að leika golf á þessum árstíma.

 

15391342_912682972168477_7484958427499114590_o

Eins og sjá má á þessari mynd þá eru flatirnar á Garðavelli iðagrænar líkt og um mitt sumar. Mynd/GL.

15385411_10209821580129272_5096561882683339631_o

Æfingasvæðið á Jaðarsbökkum var slegið þann 9. desember, og það veitti ekkert af því eins og sjá má.

Mynd/Hróðmar Halldórsson.

screen-shot-2016-12-10-at-3-10-24-pm screen-shot-2016-12-10-at-3-09-30-pm
x