Vel gert Rakel og María – þið eruð snillingar

Rakel Rún Eyjólfsdóttir og María Dís Einarsdóttir geta svo sannarlega verið stoltar og ánægðar með styrktartónleikana sem fram fóru í Akraneskirkju.

Rakel og María eru 15 ára gamlar og þær skipulögðu allt sjálfar. Vinkonurnar settu saman kór sem æfði undir stjórn þeirra.

Tónleikarnir heppnuðust vel og söfnuðu þær 440.000 kr. sem þær ætla að gefa Barnaspítala Hringsins.

Virkilega vel gert Rakel og María. Við hér á skagafrettir.is óskum ykkur til hamingju með þetta framtak. Þið eruð snillingar.

Hér fyrir neðan má hlusta á söng þeirra á laginu Ó helga nótt sem þær fluttu með tilþrifum í Akraneskirkju.

520 auglýsingin