Jóna Alla ánægð með árangurinn í The Voice

„Ég er ekki í vafa um að þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Að taka þátt í The Voice Ísland var mjög krefjandi en á sama tíma var þetta skemmtilegt og gaf mér mikið“ segir Jóna Alla Axelsdóttir sem féll úr keppni í The Voice Ísland um s.l. helgi.

Jóna Alla vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í keppninni en Salka Sól þjálfari hennar stóð frammi fyrir erfiðu vali þegar hún þurfti að gera upp á milli skjólstæðinga sinna í síðasta þætti.

„Sjálfstraustið hjá mér er mun meira en áður, ég er opnari sem einstaklingur og öruggari á sviði. Það var mikið álag á mér á þessum tíma en það var alveg þess virði,“ segir Jóna Alla við skagafrettir.is.

Það er allskonar fólk

búið að bóka mig í allskonar veislur, fundi og annað

Þátttaka hennar í sjónvarpsþættinum hefur opnað nýja möguleika fyrir söngkonuna efnilegu frá Akranesi. „Ég er búinn að kynnast mörgu góðu fólki að undanförnu sem opnar á nýja möguleika fyrir mig. Það er allskonar fólk búið að bóka mig í allskonar veislur, fundi og annað,“ sagði Jóna Alla Axelsdóttir.

 Hér má sjá atriðið sem Jóna Alla tók þátt í síðasta þætti The Voice.

15977615_10154958516482082_2987259536294742079_n