Krakkarnir í Brekkó æfa sig með skipulögðum hætti á hjólunum

Það er vor í lofti og það hefur heldur betur lifnað yfir bæjarlífinu á Akranesi þar sem að bæjarbúar hafa nýtt sér veðurblíðuna til útiveru. Hjólreiðafólki fer fjölgandi á þessum árstíma og ekki síst hjá grunnskólanemum.

Í Brekkubæjarskóla standa yfir hjóladagar í íþróttatímum þessa dagana. Þar æfa nemendur leikni sína  á reiðhjólum og/eða hlaupahjólum á sérstakri braut sem íþróttakennararnir setja upp við skólann.

Það var mikið fjör á skólalóðinni í Brekkó eins og sjá má á þessu myndbandi.