Skagamaðurinn Einar Örn sterkastur í bekkpressu

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu, klassískri bekkpressu og bekkpressu með útbúnaði fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu um s.l. helgi hér á Akranesi. Skagamenn létu mikið að sér kveða og þar fór Einar Örn Guðnason fremstur í flokki. Einar varð annar í klassískri bekkpressu, og Íslandsmeistari í bekkpressu og réttstöðu í -105 kg. flokknum. Einar Örn var stigahæstur allra í bekkpressu með búnaði.

Myndirnar tók Sveinn Þór Þorvaldsson og þökkum við honum kærlega fyrir sendinguna.

Viðar Engilbertsson var efstur í 93. kg. flokki í réttstöðu, og  Bjarki Þór Sigurðsson gerði slíkt hið sama í 120 kg. flokki en þeir eru báðir í Kraftlyftingafélagi Akraness. Steinunn Guðmundsdóttir varð önnur í bekkpressu í 72 kg. flokknum en öll úrslit má nálgast í hlekkjunum hér fyrir neðan í fréttinni.

Í réttstöðulyfti voru stigahæst þau Sóley Margrét Jónsdóttir frá Kraftlyftingafélagi Akureyrar (KFA) í kvennaflokki og Júlían J. K. Jóhannsson frá Ármanni (ÁRM) í karlaflokki.

Einar Örn tekur hér á því í keppninni um helgina í réttstöðulyftu í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Sóley Margrét Jónsdóttir sigraði í +84 kg flokki með áreynslulausri 200 kg lyftu í þriðju tilraun. Hún hlaut fyrir það 167,9 Wilksstig og sigraði þannig naumlega Örnu Ösp Gunnarsdóttir frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar í keppni um stigabikar kvenna.

Júlían J. K. Jóhannsson keppti, líkt og Sóley, í yfirþungavigt og vann þar öruggan sigur með 370 kg lyftu. Júlían vann stigabikar karla með rúmum 20 stigum fleiri en Þorbergur Guðmundsson frá KFA, eða 201,5 Wilksstigum.

Sundurliðuð úrslit

Í klassískri bekkpressu urðu stigahæst þau Ingimundur Björgvinsson og Fanney Hauksdóttir, bæði úr Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur. Í bekkpressu (með útbúnaði) bar heimamaðurinn Einar Örn Guðnason sigur úr býtum í karlaflokki og Sóley Margrét Jónsdóttir frá Kraftlyftingafélagi Akureyrar í kvennaflokki.

Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson

Stigahæst kvenna varð Fanney Hauksdóttir (KFR) sem sigraði í 63 kg flokki kvenna með 107,5 kg lyftu og 115,9 Wilksstig. Stigahæstur karla varð Ingimundur Björgvinsson (KFR) sem sigraði í 105 kg flokki karla á nýju Íslandsmeti með 200 kg og 120,7 Wilksstig.

Fleiri met féllu í klassískri bekkpressu á Akranesi. Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir (KFR) setti nýtt með í klassískri bekkpressu þegar hún lyfti 81 kg í 57 kg fl. Viktor Ben Gestsson (KFR) tók metið í +120 kg fl. (opnum aldursflokki og U23) með 205 kg. Sóley Margrét Jónsdóttir (KFA) setti nýtt met í +84 kg flokki U18 og U23 með 82,5 kg.

Stigahæst kvennar varð Sóley Margrét Jónsdóttir (KFA) sem sigraði +84 kg flokk kvenna á nýju Íslandsmeti í U18 og U23. Hún lyfti mest 120 kg og hlaut 100,7 Wilksstig. Stigahæstur karla varð Einar Örn Guðnason (AKR), sem sigraði í 105 kg flokki karla með 245 kg og 134,5 Wilksstig.

Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson

Bjarki Þór Sigurðsson er hér með gullverðlaunin sín í 120 kg. flokknum og að sjálfsögðu með ÍA merkið á bolnum.

Íslandsmeistaramótið í klassískri bekkpressu

Íslandsmeistaramótið í bekkpressu (með útbúnaði)

Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Einar Örn Guðnason. Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson
Mynd/Sveinn Þór Þorvaldsson