Leikmenn Kára gáfu ekkert eftir í lokaleik liðsins í 3. deild karla á Íslandsmótinu í dag þegar liðið vann stórsigur, 6-1, gegn Dalvík/Reyni.
Eftir leikinn fengu Káramenn afhentann bikar fyrir sigur liðsins í 3. deild en Kári leikur í 2. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins á næstu leiktíð.
Leikmenn Kára léku með sorgarbönd í leiknum í dag til minningar um hinn frábæra dreng, Arnar Dór Hlynsson, sem var tíður gestur á leikjum Kára og fylgdist grannt með gengi liðsins undanfarin ár. Arnar Dór lést þann 14. september s.l. eftir veikindi hann var aðeins 38 ára að aldri. Frá þessu var greint á vef Spalar þar sem Arnar Dór var starfsmaður.
Mörk Kára skoruðu: Alexander Már Þorláksson (2), Páll Sindri Einarsson 1, Eggert Kári Karlsson 1, Einar Logi Einarsson 1, Guðlaugur Brandsson 1.
Leikinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: