Sjáðu tilþrifin hjá nýjum leikmanni ÍA í körfunni!

Marcus Levi Dewberry er nýr leikmaður körfuknattleiksliðs ÍA í 1. deild karla. Bandaríkjamaðurinn kemur í stað Derek Shouse sem meiddist alvarlega á dögunum.

Dewberry er bakvörður og er nýútskrifaður frá Saint Leo háskólanum í heimalandi sínu þar sem hann stundaði nám og lék með körfuboltaliði skólans. Á lokaári sínu í háskólanum skoraði Dewberry 20 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 5 fráköst.

Forsvarsmenn Körfuknattleiksfélags Akraness eru mjög spenntir fyrir komu Dewberry og binda miklar vonir við leikmanninn. Næsti leikur ÍA er gegn FSu á heimavelli á föstudaginn og eru allar líkur á því að Dewberry verði klár fyrir þann leik.

Hér má sjá myndband með samantekt frá helstu afrekum Dewberry á lokaári hans í háskólanum.