sansa.is liggur enn niðri – Doddi Gylfa sansar nýjar pöntunarleiðir

Pöntunarsíða sansa.is liggur enn niðri en fyrirtækið er í hópi mörg hundruð fyrirtækja sem lentu illa í kerfishruni hjá vefþjónustufyrirtækinu 1984.

Þórður Gylfason eigandi sansa.is leysir vandamálin á meðan þau eru til staðar. Hægt er að panta í gegnum fésbókarsíðu sansa.is, senda tölvupóst á sansa@sansa.is eða hringja í síma 865-2580.