Mest lesnu fréttir ársins á skagafrettir.is – sæti nr. 6-10.

Við höldum áfram að telja niður mest lesnu fréttir ársins á skagafrettir.is. Að þessu sinni erum við með þær fréttir sem skipa sæti nr. 6-10. Þar kemur ferjan Akranes mikið við sögu, kaffihús, Árgangamót ÍA og strompurinn.

6. sæti:
Ferjan Akranes kom mikið við sögu á skagafrettir.is á þessu fyrsta starfsári fréttavefsins. Margir biðu spenntir eftir því að fá að sjá hvernig ferjan liti út og frétt þess efnis endaði í sjötta sæti yfir mest lesnu fréttir ársins 2017. Þessi frétt fékk um 2500 heimsóknir á þremur dögum.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/05/30/svona-litur-ferjan-ut-aaetlad-ad-siglingar-hefjast-i-byrjun-juni/

7. sæti:
Myndasyrpa frá Árgangamóti ÍA 2017 var mikið skoðuð enda myndefnið einstakt. Margit töldu að eitthvað hafi verið átt við myndirnar í myndvinnsluforritum á borð við Photoshop en ritstjórn Skagafrétta stendur við fréttina eins og hún er.  Fréttin fór eins víða á samfélagsmiðlum og á þremur dögum lásu vel á þriðja þúsund fréttina og rýndu í myndirnar.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/11/12/myndasyrpa-argangamot-ia-2017-baratta-og-sigurgledi/

8. sæti:
Viðtal við eigendur Lesbókarinnar Café við Akratorg var 8. mest lesna frétt ársins 2017.  Margt hefur gerst á einu ári og í dag er Lesbókin til sölu fyrir áhugasama kaupendur. Rúmlega 2000 lásu fréttina um opnun Lebókarinnar Café.

http://localhost:8888/skagafrettir/2016/12/15/lesbokin-cafe-nytt-kaffihus-vid-akratorg/

9. sæti. 
Könnun sem sett var upp á skagafrettir.is þar sem að lesendur gátu sagt sína skoðun um framtíð Sementsstrompsins var 9. mest lesna frétt ársins. Tæplega 1900 tóku þátt í könnuninni og niðurstöðurnar voru afgerandi. Sex af hverjum tíu vilja að strompurinn verði rifinn.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/07/31/a-sementsstrompurinn-ad-fjuka-eda-standa-taktu-thatt-i-konnun/

10. sæti.
Áhugi lesenda á ferjusiglingum var með eindæmum. Í apríl var greint frá því að hraðskreið ferja myndi sigla á milli Akraness og Reykjavíkur. Sú frétt er í 10. sæti yfir mest lesnu fréttir ársins 2017 á skagafrettir.is

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/04/20/hradskreid-ferja-siglir-i-sumar-a-milli-akraness-og-reykjavikur/