Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.
Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:
Kristrún Bára er fædd árið 2003 og æfir með Karatefélagi Akraness. Kristrún er með brúnt belti í karateíþróttinni og stefnir á að taka svart belti á næstu misserum. Hún hefur verið mikilvægur keppendandi Karatefélags Akraness á síðustu árum og keppir nú í unglingaflokkum.
Árið 2017 varð hún Íslandsmeistari í Kata kvenna í sínum aldurflokki. Þá varð hún í öðru sæti í flokki táninga í hópkata ásamt félögum sínum í KAK og varð einnig í þriðja sæti í KATA á Bushido unglingamótunum og öðru sæti á Reykjavík International Games.
Kristrún Bára hefur æft karate frá unga aldri og er mikil íþróttamanneskja sem leggur sig fram á æfingum. Hún hefur einnig sótt æfingabúðir í íþróttinni og en síðasta sumar var hún á æfingabúðum í Noregi ásamt félögum sínum í KAK. Kristrún Bára er sterkur keppandi í karateíþróttinni og góð fyrirmynd innan félagsins fyrir yngri keppendur.
Helstu afrek Kristrúnar á Íslandi á árinu
Íslandsmeistari stúlkna í KATA í sínum aldurshópi 2017
Annað sætið í hópkata táninga á Íslandsmeistaramóti unglinga í KATA 2017
Þriðja sæti í kata í sínum aldurshópi á þriðja bushidomótinu
Þriðja sætið í kata kvenna í youth flokki á Reykjavík International Games 2017