Knattspyrnumaður ársins: Arnar Már Guðjónsson

Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.

Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:

Arnar Már Guðjónsson er fæddur árið 1987 og æfir með Knattspyrnufélagi ÍA. Knattspyrnufélag ÍA tilnefnir Arnar Már Guðjónsson sem Íþróttamann Akranes árið 2017. Arnar er 30 ára fæddur og uppalinn á Akranesi þar sem hann æfði og lék knattspyrnu með yngri flokkum ÍA.

Hann er lykilmaður í Skagaliðinu og fyrirmynd margra barna og ungmenna og nú á dögunum framlengdi hann samning sinn út tímabilið 2019. Sumarið 2017 spilaði Arnar 24 leiki fyrir meistaraflokk karla og skoraði 4 mörk. Hann hefur verið máttarstólpi liðsins á miðjunni og átti m.a. þátt í því að liðið komst í 8 liða úrslit í bikarkeppninni, en það er besti árangur liðsins um allnokkurt skeið.

Sumarið 2017 spilaði Arnar 24 leiki fyrir meistaraflokk karla og skoraði 4 mörk. Hann hefur verið máttarstólpi liðsins á miðjunni. Hann átti m.a. þátt í því að liðið komst í 8 liða úrslit í bikarkeppninni, en það er besti árangur liðsins um allnokkurt skeið. Arnar Már hefur einnig komið að þjálfun yngstu drengjanna sem myndar mikilvæga tengingu milli yngstu og elstu iðkendanna hjá félaginu.