„Lofum einstakri upplifun“ – Óvissusýning Team 79 í Bíhöllinni

„Eins og alltaf þegar Bíóhöllin á Akranesi er annars vegar þá er von á mikilli veislu. Við lofum því að þetta verði einstök upplifun,“ segir Ingi Fannar Eiríksson talsmaður Team 79 árgangsins sem stendur fyrir bíósýningu fimmtudaginn 18. janúar.

Það sem vakir fyrir 79 árganginum er að safna peningum í minningarsjóð Arnars Dórs Hlynssonar sem var fyrirliði Team 79.

„Þessi sýning verður óvissuupplifun fyrir gestina. Ísólfur Haraldsson, viðburðastjóri Skagans, er með puttana í bólakafi í þessu verkefni og þessi sýning verður frábær – ég get lofað því,“ segir Ingi og bætir við.

„Eins og alþjóð veit þá er Team 79 sigursælasta liðið í árgangamóti ÍA (fyrir breytingar) og þessi óvissusýning er sett á laggirnar til að heiðra minningu Arnars Dórs og vekja athygli á minningarsjóðnum. Við kynnum síðan á Þorrablóti Skagamanna hversu mikið hefur safnast í minningarsjóðinn,“ segir Ingi Fannar.

Minningarsjóður Arnars Dórs er stofnaður af Sansa, Team ´79 og ÍA. Sjóðurinn mun í framtíðinni styðja við bakið á góðum málum sem tengjast uppáhaldsíþróttum Arnars Dórs,

Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta geta styrkt sjóðinn með því að versla – Styrk án miða á midi.is.

Með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan þá er hægt að kaupa miða eða kynna sér viðburðinn.