Spennandi starf hjá Akraneskaupstað laust til umsóknar

Nýverið var áhugavert starf á Akranesi auglýst laust til umsóknar. Um er að ræða stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja.

Íþróttamannvirki á Akranesi eru Bjarnalaug, íþróttahúsið við Vesturgötu, íþróttahúsið á Jaðarsbökkum, sundlaugin Jaðarsbökkum, Akraneshöll og grasvellir.

Hér er sótt um starfið í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins.

Hörður Jóhannesson hefur gegnt þessu starfi í mörg ár en hann ætlar sér án efa að leika meira golf á næstu árum og snúa sér að öðrum skemmtilegum hlutum.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

  • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar
  • Rekstur og dagleg stjórnun íþróttamannvirkja
  • Stjórnun starfsmannamála og ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnu
  • Stefnumótun og gerð starfs- og fjárhagsáætlana
  • Náið samstarf við Íþróttabandalag Akraness, skólasamfélagið og aðra sem sinna tómstundamálum
  • Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Víðtæk þekking á málaflokknum
  • Reynsla af rekstri og stjórnun æskileg
  • Leiðtogahæfni og góð samskiptahæfni
  • Faglegur metnaður
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfileikar og frumkvæði
  • Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018. Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri, [email protected].