Skóla- og frístundaráð Akraneskaupstaðar samþykkti á dögunum að leggja til við bæjarráð að stofnað verði þverfaglegt teymi sem geri tillögu að stefnumörkun og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar í átt að heilsueflandi samfélagi.
Bæjarráð samþykkti þessa tillögu skóla- og frístundaráðs og næsta skref er að fela bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Málið á sér upphaf á formannafundi ÍA sem fór fram þann 12. febrúar sl. Á þeim fundi var rætt um þá hugmynd að Akranes yrði Heilsueflandi samfélag en það er samfélag þar sem heilsa og líðan íbúa er í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum . Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög undirritað samstarfssamning við Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag, sjá
Eftirtalin sveitarfélög hafa undirritað samstarfssamning við Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag:
- Borgarbyggð
- Skútustaðahreppur
- Bláskógabyggð
- Reykjanesbær
- Fljótsdalshérað
- Fjarðabyggð
- Seyðisfjarðarkaupstaður
- Hornafjörður
- Eyjafjarðarsveit, 15. mars 2016
- Akureyrarbær, 28. ágúst 2015
- Kópavogsbær, 11. ágúst 2015
- Hafnarfjörður, 4. mars 2015
- Dalvíkurbyggð, 23. október 2014
- Mosfellsbær, 2. október 2013
- Reykjavík, 4. júní 2013