Bæjarráð Akraness samþykkti á dögunum að veita 2,5 milljónum kr. til kaupa á ærslabelg sem er um 100 fermetrar að stærð.
Horft er til þess að börn og unglingar fái að kjósa um staðsetningu á ærslabelgnum. Horft er til svæða við Garðalund, Langasand og við tjaldsvæðisins.
Sambærilegri belgir hafa verið settir upp víðsvegar um landið, m.a. í fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Stokkseyri, Dalvík, Keflavík og svo lengi mætti telja.
Belgirnir koma frá Danmörku og hafa reynst vel á þeim stöðum sem þeir hafa verið settir upp.